Kröfu þingmannanna hafnað

Bára Halldórsdóttir (lengst til hægri) sést hér í dómsal í …
Bára Halldórsdóttir (lengst til hægri) sést hér í dómsal í vikunni ásamt lögmönnunum Ragnari Aðalsteinssyni og Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi í Klausturmálinu svokallaða.

Þetta kemur fram á vef Stundarinnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir lögðu fram kröfuna vegna fyrirhugaðrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samskipti þeirra á veitingahúsinu Klaustri 20. nóvember. 

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru, segir í samtali við Stundina að hann hafi búist við þessari niðurstöðu. Nú liggi fyrir erindi hjá Persónuvernd og þá hafi þingmennirnir boðað að þeir ætli í einkamál. Nú bíði menn og sjá hvert framhaldið verði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert