Flytur Herrahúsið vegna stefnu borgarstjórnar

Jólaskraut í miðborginni.
Jólaskraut í miðborginni. mbl.is/Golli

„Þessi borgarstjórn er að hrekja alla í burtu með götulokunum. Búðin mín hefur verið í miðbænum frá árinu 1965 en nú hef ég fengið nóg og hef ákveðið að flytjast annað,“ segir Sverrir Bergmann, eigandi Herrahússins Adams á Laugavegi, sem nú hefur ákveðið að flytja verslunina í Ármúla.

Hann segir að fjölmargar verslanir hafi þurft að flytjast á brott síðustu ár sökum stefnu borgaryfirvalda. Þá hafi væntanlegar götulokanir í miðbænum verið kornið sem fyllti mælinn. „Það á að loka öllum götum við Snorrabraut á næsta ári skilst mér auk fleiri breytinga. Það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Sverrir.

Spurður um hvaða ástæður geti legið að baki aðgerðum borgaryfirvalda telur Sverrir að með þessu sé verið að reyna að hamla notkun og umferð bifreiða.

„Þau hatast við bíla og vilja að fólk sé annaðhvort gangandi eða hjólandi. Þar skiptir engu hvort fólk er á hækjum eða hvað, þeir vilja bara ekki hafa bíla,“ segir Sverrir og bætir við að hann hafi komið athugasemdum sínum á framfæri við forseta borgarstjórnar, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, við dræmar undirtektir.

„Ég fór á fund með henni seint í sumar ásamt nokkrum öðrum verslunareigendum. Þar var henni tjáð að verið væri að loka Bella Boutique á Skólavörðustígnum því alltaf þegar götum væri lokað á vorin dytti veltan niður. Hún svaraði með því að spyrja hvort þessi búð félli nokkuð inn í flóruna. Svona viðhorf er ekki hægt að líða,“ segir Sverrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert