Rammasamningur rennur út

Hjúkrunarheimilið Sólvangur í Hafnarfirði.
Hjúkrunarheimilið Sólvangur í Hafnarfirði.

Rammasamningur um þjónustu og rekstur hjúkrunarheimila rennur út um áramótin. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu bíða eftir svörum Sjúkratrygginga Íslands við erindi um það hvaða þjónustu eigi að skera niður á hjúkrunarheimilunum á næsta ári, til samræmis við minni greiðslur frá ríkinu.

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratryggingar Íslands sömdu um þjónustu og fjármögnun hjúkrunarheimila á árinu 2016. Það er samningur upp á 30 milljarða sem er stærsti samningur sem Sjúkratryggingar hafa gert. Kveðið er á um hvaða þjónustu heimilin eiga að veita. Viðræður um nýjan samning hafa ekki leitt til niðurstöðu og rennur samningurinn út um áramót.

Ríkið er tilbúið til að framlengja óbreyttan samning. Pétur Magnússon, formaður samtakanna, segir að á fjárlögum næsta árs sé hálfs prósents hagræðingarkrafa, eins og í ár, þrátt fyrir eindregin mótmæli hjúkrunarheimilanna, auk þess sem kröfur um þjónustu heimilanna hafi aukist. Það þýði að greiðslur haldi ekki í við þróun kostnaðar. „Okkur finnst nauðsynlegt að samningurinn sé að minnsta kosti sambærilegur að raunvirði við samninginn sem við gerðum á árinu 2016,“ segir Pétur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert