Jarðskjálfti, 4,4 að stærð, varð laust fyrir klukkan 3 og átti upptök sín 3,2 km suðsuðvestur af Skálafelli á Hellisheiði. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.
Samkvæmt fyrstu mælingu Veðurstofunnar var skjálftinn 4,2 stig, en yfirfarin mæling sýnir að styrkur skjálftans var 4,4.
Eftirskjálfti, sem mældist 1,1 stig fylgdi í kjölfarið en hann átti upptök um 1 km NNA af Hellisheiðarvirkjun.