Ljót bílför á Landakotstúni

Ljóst er að bíl hefur verið ekið ógætilega um túnið.
Ljóst er að bíl hefur verið ekið ógætilega um túnið. Ljósmynd/Aðsend

Bílför eru sjáanleg þvers og kruss um jörð kaþólsku kirkjunnar við Landakot í miðborg Reykjavíkur.

Miðað við ummerkin virðist sem þar hafi verið ekið verulega ógætilega á grasinu, nú í upphafi nýs árs.

Árvökull vegfarandi veitti þessu athygli á leið sinni fram hjá Landakotstúni og sendi meðfylgjandi myndir á ritstjórn mbl.is.

Jörðin í Landakoti er í eigu Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, en starfsfólk skristofu trúfélagsins hafði ekki tekið eftir bílförunum á túninu er blaðamaður hafði samband núna síðdegis.

För liggja upp að Landakotskirkju.
För liggja upp að Landakotskirkju. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert