Vísir að Fróðasetri í Odda

Oddi á Rangárvöllum var höfðingjasetur. Unnið er að því að …
Oddi á Rangárvöllum var höfðingjasetur. Unnið er að því að endurreisa staðinn sem menningarsetur mbl.is/Golli

„Draumurinn er að við getum komist lengra í fornleifarannsóknum og kortlagt Oddastað þannig að hægt verði að byggja þar upp í samræmi við það,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra og formaður Oddafélagsins sem vinnur að því að gera Odda á Rangárvöllum að miðstöð menningar á ný.

Fyrstu fornleifarannsóknir í þriggja ára áætlun hófust sl. sumar og fundust strax stórmerkar minjar, elstu manngerðu hellar sem þekktir eru á Íslandi. Þá er komin aðstaða fyrir Oddafélagið, vísir að Fróðasetri.

Fornleifafundurinn í sumar hefur hleypt nýju lífi í Oddafélagið. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ágúst að fundurinn hafi vakið mikla athygli og aukið áhuga fólks á að ganga í félagið og vinna með því.

Rannsóknin í sumar sem Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur stjórnaði var byrjunin á umfangsmeira verki. Ágúst reiknar með að fyrsta verkefni næsta sumars verði að rannsaka hellinn sem fannst sl. sumar. Vonast Ágúst til þess að styrkir fáist úr Fornminjasjóði til rannsókna og kortlagningar minja næstu árin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert