100 ára Íslendingar aldrei verið fleiri

Aldrei hafa fleiri Íslendingar 100 ára og eldri á lífi …
Aldrei hafa fleiri Íslendingar 100 ára og eldri á lífi en nú. Ljósmynd/Thinkstock

Við árslok 2018 voru fimmtíu Íslendingar á lífi sem voru hundrað ára og eldri og hefur sá fjöldi aldrei verið meiri.

100 ára Íslendingum gæti fjölgað enn á allra næstu dögum því nú eru 32 Íslendingar 99 ára og þrír þeirra gætu orðið 100 ára í janúar.

Elsti Íslendingurinn er Jensína Andrésdóttir, 109 ára. Af hinum er ein 107 ára, ein 106 ára, sex 103 ára, fimm 102 ára, þrettán 101 árs og 23 100 ára, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert