Harma ákvörðun heilbrigðisráðherra

Kostnaður sjúklinga við tæknifrjóvgun mun stóraukast á árinu í kjölfar …
Kostnaður sjúklinga við tæknifrjóvgun mun stóraukast á árinu í kjölfar nýrrar reglugerðar. Thinkstock/Getty Images

Tilvera, samtök um ófrjósemi, harmar nýútgefna reglugerð heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna kostnaðar við tæknifrjóvganir.

Segir í tilkynningu frá félaginu að breytingarnar muni hafa stóraukinn kostnað í för með sér fyrir sjúklinga í tæknifrjóvgunarmeðferðum.

Binný Einarsdóttir, formaður Tilveru, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að hvorki ráðuneytið né ráðherra hafi haft samráð við félagið áður en breytingar voru gerðar. Samtökin funduðu með heilbrigðisráðherra í apríl í fyrra og þá hafi þessi breyting ekki verið á döfinni að þeim vitandi.

Samkvæmt nýju reglugerðinni greiða Sjúkratryggingar 5% af fyrstu tæknifrjóvgunarmeðferðinni, 30% fyrir aðra meðferð en ekkert eftir það. Áður fyrr var ekkert greitt með fyrstu meðferðinni en 50% með annarri, þriðju og fjórðu meðferð. Binný segir þessi 5% ekki breyta miklu þar sem 35% líkur séu á því að meðferð heppnist í fyrsta skipti og að meðaltali þurfi fjórar meðferðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert