Vetur í einn dag

Hitaspáin í kvöld.
Hitaspáin í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Spáð er norðvestanátt í dag og nokkuð hvössu austan til á landinu. Snjókoma eða él fram yfir hádegi norðan- og austanlands, annars skýjað með köflum. Kólnandi veður, frost víða 2 til 8 stig í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Veðurstofu Íslands.

„En veturinn virðist ekki kominn til að vera að þessu sinni því á morgun er spáð vaxandi suðaustanátt með rigningu suðvestan- og vestanlands síðdegis. Og aftur hlýnar í veðri.

Á miðvikudag er síðan útlit fyrir hvassa og hlýja suðvestanátt með rigningu, en þurru veðri á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Hitaspá snemma morguns á miðvikudag.
Hitaspá snemma morguns á miðvikudag. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurspáin fyrir næstu daga

Gengur í norðvestan 8-18, hvassast A-til. Snjókoma eða él fram eftir degi á N- og A-landi, en rofar til S- og V-lands. Frystir víða um land. 
Hægari í kvöld, en vaxandi suðaustanátt á morgun. 10-18 m/s og rigning síðdegis, en hægari og þurrt N- og A-lands. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig annað kvöld.

Á þriðjudag:
Vaxandi suðaustanátt, 10-15 og rigning eða slydda síðdegis, en hægari og þurrt á N- og A-landi. Hlýnandi, hiti 2 til 7 stig um kvöldið en kringum frostmark A-lands. 

Á miðvikudag:
Suðvestan 15-23 m/s og rigning, en þurrt A-til á landinu. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Austfjörðum. 

Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt og þurrt að kalla. Kólnandi, frost 1 til 7 stig síðdegis, en hiti 1 til 5 stig við S-ströndina. 

Á föstudag:
Suðvestanátt og rigning eða slydda, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Hlýnandi veður. 

Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt og él, en slydda eða rigning S-lands. Hiti nálægt frostmarki. 

Á sunnudag:
Útlit fyrir sunnanátt með slyddu eða rigningu á S- og V-landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert