Lögreglan rannsakar reiðhjólaþjófnað

mbl.is/Hjörtur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar innbrot í Reiðhjóla- og sláttuvélaþjónustuna á Vagnhöfða 6 í Reykjavík, en málið var tilkynnt til lögreglu í morgun. Þar var m.a. stolið fulldempuðum fjallareiðhjólum af gerðinni Sensa, auk Elite-hjóla-trainera.

Að sögn lögreglu er talið að innbrotið hafi verið framið í gærkvöldi eða nótt.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000, með tölvupósti á netfangið hildur.run@lrh.is eða í einkaskilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Allt eins er líklegt að hinir óprúttnu aðilar bjóði hjólin til sölu og er fólk beðið um að hafa það hugfast að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert