Álagið talið meira en þau ráða við

Breytingar á andlegri líðan nemenda til hins verra má að …
Breytingar á andlegri líðan nemenda til hins verra má að hluta til skrifa á reikning aukinnar notkunar samfélagsmiðla, segir Þorgerður. Aðsend mynd

Bankahrunið og þjóðfélagsbreytingar í kjölfarið gætu verið ein ástæða þess að líðan unglinga hefur aldrei verið verri en nú. Þetta segir Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara.

Hún segir niðurstöður rannsóknar um heilsu og lífskjör grunnskólanemenda, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, ríma vel við þann veruleika sem kennarar þekki. Sjálf á hún um 25 ára kennsluferil að baki og segir að á þeim tíma hafi hún orðið vör við miklar breytingar á andlegri líðan nemenda.

Þátttaka þeirra í íþrótta- og tómstundastarfi hafi aukist, hugsanlega sé vinnuálag þar og í skóla meira en þeir ráði við, segir hún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert