Bundið slitlag verður lagt á Reykjaveginn

Reykjavegur Erfiður og holóttur vegur en mikið ekinn allan ársins …
Reykjavegur Erfiður og holóttur vegur en mikið ekinn allan ársins hring. Á þurrrum sumardögum þyrlast rykið. Ljósmynd/Vegagerðin

Nú hillir undir langþráðar vegabætur í Bláskógabyggð því á þessu ári verður byrjað að leggja bundið slitlag á Reykjaveg (355), milli Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabrautar.

Bæði heimamenn og sumarhúsaeigendur á svæðinu hafa kvartað undan ástandi vegarins um árabil enda er þetta í dag malarvegur með slæmri hæðar- og planlegu og einbreiðri brú, að sögn Svans G. Bjarnasonar, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðurlandi. Í umfjöllun um þessar samgöngubætur í Morgunblaðinu í dag segir Svanur að þessi vegur hafi verið þungur í þjónustu hjá Vegagerðinni.

Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni 8. janúar sl. í breikkun og endurgerð Reykjavegar (355) í Bláskógabyggð ásamt byggingu nýrrar 20 metra langrar eftirspenntrar brúar yfir Fullsæl. Brúin verður tvíbreið. Lengd kaflans auk tengivega er 8 kílómetrar. Innifalið í verkinu er einnig efnisvinnsla í námum, ræsalögn, girðingarvinna og útlögn klæðingar. Hún verður tvöföld, alls 68 þúsund fermetrar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert