Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvarinnar og Eyþór Þrastarson, starfsmaður Miðstöðvarinnar.
Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvarinnar og Eyþór Þrastarson, starfsmaður Miðstöðvarinnar. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Samið var við Explore CRM um innleiðingu, þróun og rekstur á samskiptakerfinu sem nefnist Microsoft Dynamics 365 og er skýjalausn. Um er að ræða verulega breytingu en áður gátu starfsmenn með skerta sjón hvorki flett upp í né skráð upplýsingar í fyrra kerfi.

Eyþór segist vera  mjög ánægður með vinnu Explore CRM og nýja kerfið. „Kerfið er aðgengilegt og þægilegt og ég er mjög spenntur fyrir því að það komist í notkun. Þetta verður gjörbreyting fyrir mig og aðra blinda og sjónskerta starfsmenn Miðstöðvarinnar því nú getum við lesið og skráð upplýsingar í kerfið og orðið alveg sjálfbær í kerfinu,“ er haft eftir Eyþóri í tilkynningu.

Eyþór Þrastarson, starfsmaður Miðstöðvarinnar, opnaði kerfið í dag.
Eyþór Þrastarson, starfsmaður Miðstöðvarinnar, opnaði kerfið í dag. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Markmið með innleiðingunni er að bæta flesta þætti sem snúa að skráningu, vinnuferlum, samskiptum og tölfræði Miðstöðvarinnar. Kerfið sem Explore CRM hefur innleitt mun styðja við stefnu Miðstöðvarinnar um að veita notendum framúrskarandi þjónustu og hámarka upplýsingaöryggi og hagkvæmni í rekstri. Þetta felur einnig í sér minni útprentun gagna og einföldun á staðbundnum rekstri.

„Þetta kerfi gerir okkur kleift að veita notendum okkar enn betri þjónustu og aðlagast vel að verkferlum okkar. Við fáum nú góða yfirsýn og mælanleika á öll þau mál sem við vinnum og getum þannig bætt okkar starf enn frekar en um er að ræða stórt skref í stafrænni umbreytingu Miðstöðvarinnar. Þá er einnig mikilvæg breyting fyrir okkur að allir starfsmenn geta notað þetta kerfið en blindir starfsmenn gátu ekki skráð í og flett upp í gamla kerfinu,” segir Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvarinnar.  

Miðstöðin verður einstök hvað stafræn umskipti varðar, en það er vegferð sem flestöll íslensk fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir sem ætla að verða samkeppnishæf í nútímatæknisamfélagi. Þökk sé einsleitu Microsoft skýjaumhverfi sem Miðstöðin og aðrar ríkisstofnanir hafa aðgang að opnast dyr að lausnum sem fólk hafði ekki hugmynd um að væru til og verða nýttar. Við hjá Explore CRM erum spennt fyrir þessu verkefni og einkar ánægð með þá stefnu sem íslenska ríkið er að marka hvað varðar að nýta tæknina til þess að bæta þjónustu og sjálfvirkni í ferlum hjá hinu opinbera,“ segir Helgi Már Erlingsson, ráðgjafi hjá Explore CRM

Samningurinn er til fjögurra ára og er gerður í kjölfar útboðs á vegum Ríkiskaupa.

Eyvindur Ívar Guðmundsson, ráðgjafi hjá Explore CRM, Eyþór Þrastarson, starfsmaður …
Eyvindur Ívar Guðmundsson, ráðgjafi hjá Explore CRM, Eyþór Þrastarson, starfsmaður Miðstöðvarinnar og Helgi Már Erlingsson ráðgjafi hjá Explore CRM Ljósmynd/Hörður Sveinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert