Spaugstofan var afar mikilvæg

„Áhrifamiklir menn í samfélaginu reyndu að setja okkur stólinn fyrir …
„Áhrifamiklir menn í samfélaginu reyndu að setja okkur stólinn fyrir dyrnar og fá þættina tekna af dagskrá,“ segir Karl Ágúst Úlfsson. mbl.is/Valgarður Gíslason

Fyrir stjórnmálin og samfélagið almennt er nauðsynlegt að fjölmiðlar hafi á dagskrá pósta þar sem sagt er frá atburðum líðandi stundar á gamansaman hátt. Hver sá sem hefur ekki húmor fyrir sjálfum sér er illa settur og sama máli gegnir þó að heil þjóð eigi í hlut. Að því leyti tel ég að Spaugstofan hafi verið afar mikilvæg,“ segir Karl Ágúst Úlfsson.

Í gær, 21. janúar voru liðin rétt þrjátíu ár frá því fyrsti þáttur Spaugstofunnar var sýndur á RÚV. Næstu fimmtán árin eftir þetta voru þættirnir í sjónvarpinu á hverju laugardagkvöldi frá hausti til vors, fyrst á RÚV en síðustu fjögur árin á Stöð 2 eða til 2014. Árið eftir ákváðu Spaugstofumenn, þeir Karl Ágúst, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason og Randver Þorláksson að láta leik endanlega lokið. Leikverkið Yfir til þín sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu var lokapunkturinn.

„Spaugstofan byrjaði árið 1985 en þá gerðum við áramótaskaup og nokkra útvarps- og sjónvarpsþætti í kjölfarið. Seint á árinu 1987 vorum við í viðræðum við Stöð 2 um vikulega þætti og málið var nánast í höfn þegar allt hrökk í baklás. Við Örn og Siggi snerum okkur því til RÚV. Hrafn Gunnlaugsson var þá dagskrárstjóri, og hann ákvað að gefa okkur tækifæri. Efaðist reyndar um að gamanþættir einu sinni í viku um atburði líðandi stundar væru framkvæmanlegir. Sagðist þó vilja gefa okkur tækifæri með fjórum þáttum, sem fengu góðar viðtökur. Því var okkur falið að gera fimmta þáttinn og þann sjötta og þar með fór boltinn að rúlla,“ segir Karl Ágúst meðal annars í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert