Fáséðir dverggoðar dvelja á landinu

Dverggoði náði síli í gogginn í Hrauntúnstjörn á vatnsverndarsvæði Reykjavíkur.
Dverggoði náði síli í gogginn í Hrauntúnstjörn á vatnsverndarsvæði Reykjavíkur.

Þrír dverggoðar dvelja nú á landinu. Þeir hafa verið sjaldgæf sjón til þessa á Íslandi og eru þetta 4., 5. og 6. fuglinn af þessari tegund sem sjást hér á landi.

Sá fyrsti af dverggoðunum þremur sást í Grindavík 12. desember 2018 samkvæmt vefnum fuglar.is. Sá næsti sást á Hrauntúnstjörn, sem er á vatnsverndarsvæðinu nálægt Gvendarbrunnum ofan við Reykjavík, hinn 11. janúar. Sá þriðji fannst svo við Klapparós í Núpasveit, nálægt Kópaskeri, og var greint frá honum á fuglar.is þann 16. janúar.

Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði og einn aðstandenda vefjarins fuglar.is, sagði dverggoðana vel hafa geta hafa verið á landinu einhvern tíma áður en þeir sáust. Dverggoði ber nafn með rentu og er lítill, miklu minni en t.d. flórgoði. Hann er 23-29 sentimetra langur þegar hann er lagður út. Til samanburðar er skógarþröstur 21 sentimetra langur og teista 32-38 cm löng.

Í umfjöllun um fugla þessa í Morgunblaðinu í dag segir Hafsteinn Björgvinsson, umsjónarmaður verndarsvæða vatnsbóla Reykjavíkur, að dverggoðinn virtist una sér vel á Hrauntúnstjörn. Nóg er af sílum í tjörninni og hefur dverggoðinn sést með síli í goggnum svo það væsir ekki um hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert