Beinbrot og höfuðhögg í Bláfjöllum

Frá Bláfjöllum fyrr í vikunni.
Frá Bláfjöllum fyrr í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimm til sex einstaklingar hafa verið fluttir á slysadeild frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum um helgina. Að minnsta kosti eitt beinbrot varð í gær og einn missti meðvitund eftir að hafa hlotið höfuðhögg, auk þess sem smávægileg meiðsli hafa orðið.

Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Sá sem varð fyrir höfuðhögginu fékk aðhlynningu í sjúkraherbergi skíðaskálans í Bláfjöllum og náði smám saman áttum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því fyrir skömmu að tilkynnt hefði verið um eitt skíðaóhapp laust fyrir klukkan 13 í dag. 

Helgin er sú fyrsta sem hefur verið opin í vetur í Bláfjöllum og hefur fjöldi fólks nýtt sér tækifærið og skellt sér á skíði. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert