Sjálfsvígstíðni ekki hærri á kreppuárum

Talið er að búsáhaldabyltingin hafi þjappað fólki saman og átt …
Talið er að búsáhaldabyltingin hafi þjappað fólki saman og átt þátt í að koma í veg fyrir að sjálfsvígum fjölgaði í hruninu. mbl.is/Golli

Efnahagskreppur virðast ekki hafa haft áhrif á sjálfsvígstíðni Íslendinga, ef marka má rannsókn á tengslum sex efnahagskreppa hér á landi við tíðni sjálfsvíga sem geðlæknirinn Högni Óskarsson stýrði.

Í umfjöllun RÚV segir að búsáhaldabyltingin hafi þjappað fólki saman og átt þátt í að koma í veg fyrir að sjálfsvígum fjölgaði í hruninu sem varð fyrir áratug. Högni segir aðgerðir stjórnvalda til stuðnings atvinnulausum hafi einnig hjálpað mikið og að velferðarkerfið hafi staðið af sér verstu stormana.

Rúm öld er frá því að skráningar á sjálfsvígum hófust og síðan þá hafa dunið á sex efnahagskreppur.

„Þegar við fórum í gegnum kreppuna þá var vissulega þessi kvíði í fólki, upplausn, reiði og sorg í samfélaginu. Það var búist við því að sjálfvígstíðnin myndi aukast og vissulega voru margar flökkusögur í gangi í samfélaginu um að fólk væri beinlínis að fyrirfara sér í hrönnum en það kom aldrei fram í tölum frá ári til árs,“ segir Högni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert