Vilja að Búrfell og Búrfellsgjá verði friðlýst á ný

Heiðmörk. Á síðustu árum hefur umferð að Búrfellsgjá aukist og …
Heiðmörk. Á síðustu árum hefur umferð að Búrfellsgjá aukist og var stígurinn endurnýjaður í fyrrahaust. Ljósmynd/Garðabær

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í gær að leitað yrði eftir því við Umhverfisstofnun að hafinn yrði undirbúningur að því að friðlýsa Búrfell, Búrfellsgjá og eystri hluta Selgjár að nýju sem náttúruvætti.

Svæðið var friðlýst árið 2014, en sú ákvörðun var felld niður með auglýsingu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í apríl 2016.

Á vef Umhverfisstofnunar um friðlýsingar árið 2014 segir að friðlýsing Búrfells, Búrfellsgjár og eystri hluta Selgjár í Garðabæ sem náttúruvættis hafi verið nokkuð lengi í undirbúningi. Í staðfestu aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016 sé gert ráð fyrir að eldstöðin Búrfell og það sem eftir er af hraunum hennar innan marka Garðabæjar verði friðlýst. Hluti svæðisins er innan Reykjanesfólkvangs og Bláfjallafólkvangs.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir m.a. að markmiðið með friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og eystri hluta Selgjár sem náttúruvættis sé að vernda eldstöð frá nútíma ásamt hrauntröð þess, en hrauntröðin er meðal bestu dæma um hrauntraðir frá nútíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert