Fyrirmæli ráðuneytisins gengu of langt

Talið er að gengið hafi verið of langt þegar lokað …
Talið er að gengið hafi verið of langt þegar lokað var á skráningu lækna inn í samning við Sjúkratryggingar í ráðherratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrátt fyrir að ráðherra hafi skyldu til þess að tryggja að farið sé eftir fjárlögum verður hann að gæta þess að fylgja öðrum lögum og nýta lögmætar valdheimildir sínar til þess stofnanir ríkisins fylgi fjárheimildum.

Þetta er helsta niðurstaða lögfræðilegrar úttektar á framkvæmd og málsmeðferð velferðarráðuneytisins vegna Sjúkratrygginga Íslands um kaup á heilbrigðisþjónustu sem veitt er af sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum, sem unnin var af Kristínu Benediktsdóttur, dósent við Háskóla Íslands, að beiðni heilbrigðisráðherra.

Þó er ekki ljóst hvernig heilbrigðisráðherra hefði átt að bregðast við því að Sjúkratryggingar Íslands fóru fram úr fjárheimildum árið 2016.

Fram kemur að á árinu 2015 voru Sjúkratryggingar komnar verulega fram úr fjárheimildum og að Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi gripið til þess ráðs að stöðva skráningu skráningu nýrra lækna inn í rammasamning Sjúkratrygginga og sérgreinalækna frá og með fyrsta janúar 2016.

Ráðuneytið „óskað[i] eftir mati Sjúkratrygginga á stöðunni og tillögum um aðgerðir til að draga úr áætluðum halla á árinu 2017 auk þess að beina þeim tilmælum til stofnunarinnar, á meðan málefni þessi væru til skoðunar hjá ráðuneytinu, að nýir sérgreinalæknar yrðu ekki teknir inn á samninginn,“ segir í úttektinni.

Jafnframt kemur fram að heimild ráðherra til þess að grípa inn á verksvið stofnanna sé takmarkað og „verður ekki betur séð en að viðbrögð eða fyrirmæli ráðuneytisins hafi því gengið of langt.“

Skyldur ráðherra

Ávallt er „skylda ráðherra […] til þess að bera ábyrgð á og hafa virkt eftirlit með framkvæmd fjárlaga á sínu málefnasviði og bera ábyrgð á að ráðstöfun fjárheimilda sé innan þess ramma sem Alþingi ákveður,“ segir í úttektinni. Þá segir jafnframt að ráðherra sé bundinn af öðrum lögum.

„Í þessu felst ekki að komið sé í veg fyrir að ráðherra geti brugðist við, eingöngu að hann fari eftir gildandi reglum,“ að mati höfundar.

Fram kemur að ráðherra eigi að beita öðrum leiðum sem eru innan valdheimildum hans til þess að ná settum markmiðum. Hins vegar kemur ekki fram í úttektinni nákvæmlega með hvaða hætti ráðherra gæti me- öðrum hætti brugðist við fram úr keyrslu Sjúkratrygginga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert