Borgarlandið verði griðasvæði sela

Selir flatmaga í fjöru.
Selir flatmaga í fjöru.

Á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur í vikunni var lögð fram tillaga um að selir fengju friðhelgi á strandsvæðum og við árósa í Reykjavík, en afgreiðslu málsins var frestað.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að allri veiði á bæði land- og útsel verði hætt innan lögsögu borgarinnar. Einnig eru aðilar sem stunda netaveiði í Faxaflóa hvattir til að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að selir lendi óvart í netum.

Í greinargerð er bent á að staða beggja stofnanna sé bágborin og eru báðar tegundir á válista, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert