Meiri alvara er í viðræðunum við stjórnvöld

Komið til fundar með aðilum vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum.
Komið til fundar með aðilum vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum. mbl.is/​Hari

„Kominn er á viðræðuvettvangur milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda til þess að ræða af meiri alvöru við stjórnvöld um þau mikilvægu mál sem við teljum að þurfi til lausnar á kjarasamningum, sem er ánægjulegt. Það gefur tilefni til bjartsýni á að við náum einhverri niðurstöðu, hver sem hún verður,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Þetta er markvissari vettvangur en á stóru samráðsfundunum sem haldnir hafa verið með þátttöku mjög margra að mati Ragnars og hann bendir á að á vettvangi ASÍ hafi menn náð saman um sífellt fleiri mál á borð við skattamál, húsnæðismál, aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði o.s.frv. sem síðan verða rædd við stjórnvöld.

Ástæða sé því til að ætla að á allra næstu vikum komi í ljós hvort menn sjá til sólar eða ekki í yfirstandandi kjaradeilu. Ekki megi þó gefa þessu allt of langan tíma. „Við höfum verið gríðarlega lausnamiðuð og ef við förum að skynja það hjá viðsemjendum okkar er ástæða til bjartsýni, með öllum fyrirvörum þó,“ segir Ragnar Þór í umfjöllun um kjaraviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert