Flestir fangaklefar fullir

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í nótt. Þannig höfðu lögregluþjónar meðal annars afskipti af einstaklingum vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna, vegna vörslu fíkniefna og aksturs undir áhrifum slíkra efna.

Fleira kom inn á borð lögreglunnar. Einstaklingur undir áhrifum neitaði að segja til nafns og var vistaður í fangaklefa vegna brots gegn áfengislögum, leigubílstjóri lenti í vandræðum með farþega sem var óviðræðuhæfur og ökumaður reyndist á stolnu ökutæki.

Þrír árekstrar urðu. Þrjár bifreiðar lentu saman í hverfi 101 en minni háttar meiðsl urðu á fólki. Sá sem olli árekstrinum ók á brott en náðist skömmu síðar. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá varð árekstur í hverfi 113.

Fimmtán ökumenn voru í heildina stöðvaðir undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Mikill erill var hjá lögreglu í nótt vegna ölvunar og flestir fangaklefar fullir eftir nóttina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert