Fólk með geðraskanir er oft við slæma tannheilsu

Tannheilsa geðsjúkra er oft verri en annarra, m.a. vegna efnahags.
Tannheilsa geðsjúkra er oft verri en annarra, m.a. vegna efnahags. Ljósmynd/Thinkstock

Tannheilsa fólks með geðraskanir er lakari en annarra. Þetta er tilfinning tannlækna, heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem koma að geðverndarmálum. Þarna hafa veikindin áhrif, en einnig er um að ræða aukaverkanir lyfja. Þá hefur efnahagur mikið að segja.

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segist sífellt verða meira vör við að fólk með geðraskanir fari til tannlækna í útlöndum, gjarnan til Austur-Evrópu.

Ásta Óskarsdóttir, tannlæknir á tannlæknastofunni Valhöll, hefur talsvert sinnt fólki með geðraskanir. Að hennar sögn er tannheilsu fólks í þeim hópi í mörgum tilvikum mjög ábótavant, einkum hjá mjög veiku fólki. Tannverndarvika hefst í dag og þar verður áhersla lögð á tannheilsu fólks með geðraskanir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert