Áfram mælist óróleiki í Öræfajökli

Öræfajökull í allri sinni dýrð blasti við farþegum sem komu …
Öræfajökull í allri sinni dýrð blasti við farþegum sem komu með Icelandair frá Stokkhólmi á dögunum. Á sléttum fleti á hábungu jökulsins sést móta fyrir sigkötlunum. Ljósmynd/Ingimar Eydal

„Áfram eru merki um innstreymi kviku og þenslu á nokkurra kílómetra dýpi undir Öræfajökli. Fjallið heldur áfram að tútna út um nokkra sentímetra ári. Við fylgjumst því áfram grannt með fjallinu og teljum brýna ástæðu til. Almennt sagt er þó heldur rórra við jökulinn en verið hefur lengi.“

Þetta segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Áfram mælist óróleiki í Öræfajökli og reglulega koma skjálftar sem ná allt að þremur stigum að styrk. Jarðskjálftavirknin er sambærileg núna og hún var áður en hún fór að aukast verulega árið 2017.

Raunar hefur síðastliðna þrjá mánuði dregið verulega úr bæði fjölda og stærð skjálfta. Aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku kom þó skjálfti sem átti upptök sín rétt norðan við Hvannadalshnjúk og mældist hann 2,6 að styrk, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert