Allt að 50 m/s í hviðum

Skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Bláfjallavegur er þungfær.
Skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Bláfjallavegur er þungfær. mbl.is/Styrmir Kári

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir minni líkur á skafrenningi en talið var vegna þess að það hefur hlánað. Mjög hvasst verður í dag og allt að 50 metrar á sekúndu í hviðum þar sem hvassast er.

„Það hefur hlánað og því eru minni líkur á skafrenningi. Hvessir hins vegar sunnan til í dag. Austan 23-28 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Hviður allt að 50 m/s. frá um kl. 13-14, veðrið nær hámarki um kl. 19 en svo lægir um miðnætti. Í Öræfum verður byljótt við Sandfell frá um kl. 15 og fram á nótt,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

Hugsanlegar lokanir á vegum vegna veðurs 5. og 6. febrúar 2019.

Vegna slæms veðurútlits má búast við að einhverjir vegir lokist eða verði ófærir um tíma í dag og jafnvel fram á morgundaginn. Athugið að þetta er aðeins áætlun en allt ræðst þetta af því hvernig veðrið þróast.

Hvolsvöllur – Vík:  Lokun kl. 12:00. 5. feb.  - Líkleg opnun:  kl 04:00 6. feb.

Skeiðarársandur og Öræfi (Núpsstaður-Höfn): Lokun kl. 16:00 5. feb. - Líkleg opnun:  kl 10:00 6. feb.

Færð og aðstæður

Yfirlit: Vetrarfærð er víðast hvar á landinu, hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Kalt er í veðri norðanlands en hiti víða um og yfir frostmarki sunnanlands

Höfuðborgarsvæðið: Hálkublettir sums staðar á stofnbrautum.

Suðvesturland: Víðast hálka eða hálkublettir. Skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Bláfjallavegur er þungfær.

Vesturland: Hálka eða snjóþekja og sums staðar skafrenningur.

Vestfirðir: Víðast hvar hálka á vegum og sums staðar skafrenningur, ekki síst á fjallvegum. Þungfært er norður í Árneshrepp.

Norðurland: Hálka eða hálkublettir á flestum aðalleiðum en víða snjóþekja á útvegum.

Norðausturland: Hálka flestum vegum. Þungfært er á kafla innansveitar í Vopnafirði. 

Austurland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar. Éljagangur er á Fagradal. 

Suðausturland: Hálka eða snjóþekja og éljagangur austan til.

Suðurland: Víðast hvar nokkur hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærð er á Lyngdalsheiði og skafrenningur.

Ábending til vegfarenda

Kalt veður með stífri norðanátt hefur mótað aðstæður á vegi þannig að hálkuvörn binst illa við yfirborð vegar. Hluti hálkuvarnarefnis fýkur af við dreifingu og öðrum hluta feykir umferð burt. Yfirborð vegar getur því orðið hált áfram þrátt fyrir hálkuvarnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka