Breytingar á leiðum strætó við Landspítala

Leiðir strætó við Landspítala munu aka sérstaka hjáleið milli 8. …
Leiðir strætó við Landspítala munu aka sérstaka hjáleið milli 8. febrúar og 26. mars og áætlað er að á þessu tímabili mun vegurinn milli BSÍ og Gömlu-Hringbrautar vera lokaður fyrir almenna bílaumferð og aðeins Strætó mun geta ekið þar í gegn. mbl.is/Valgarður Gíslason

Breytingar á leiðum 1, 3, 5, 6 og 15, sem áttu að taka gildi 8. febrúar nk., munu aðeins taka gildi að hluta. Ástæðan fyrir því er að framkvæmdir við Gömlu-Hringbraut hafa dregist á langinn og Barónsstígur var ekki tilbúinn fyrir strætisvagna miðað við núverandi aðstæður.

Í tilkynningu frá strætó segir að leiðirnar muni því aka sérstaka hjáleið milli 8. febrúar og 26. mars og áætlað er að á þessu tímabili mun vegurinn milli BSÍ og Gömlu-Hringbrautar vera lokaður fyrir almenna bílaumferð og aðeins Strætó mun geta ekið þar í gegn.

Hjáleiðirnar verða sem hér segir:

Í vesturátt 8. febrúar – 26. mars:

  • Á leið vestur munu leiðir 1, 3, 5, 6 og 15 aka Hringbraut, inn Vatnsmýrarveg og upp veginn inn á Gömlu-Hringbraut. Leiðir 5 og 15 aka um Snorrabraut og Gömlu-Hringbraut til og frá Hlemmi.
  • Biðstöðin Landspítalinn lokast.
  • Biðstöðin BSÍ breytist í BSÍ/Landspítalinn.
  • Leiðirnar byrja að stoppa á biðstöðinni Umferðarmiðstöð (BSÍ) á Vatnsmýrarvegi.
Kort/Strætó

Í austurátt  8. febrúar – 26. mars:

  • Á leið austur munu leiðir 1, 3, 5, 6 og 15 aka Gömlu-Hringbraut, niður að BSÍ, niður Vatnsmýrar veg og inn á Hringbraut. Leiðir 5 og 15 aka um Snorrabraut og Gömlu-Hringbraut til og frá Hlemmi.
  • Biðstöðin Landspítalinn lokast.
  • Biðstöðin BSÍ færist vestar og fær nafnið BSÍ/Landspítalinn.
Kort/Strætó

Þann 26. mars er áætlað að leiðakerfisbreytingarnar geti tekið gildi að fullu. Nánari útskýringar á breytingunum má sjá í myndskeiðinu hér að neðan:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert