Innflutningur á kjöti dróst saman

Mikið var selt af svínakjöti á árinu.
Mikið var selt af svínakjöti á árinu. mbl.is/Brynjar Gauti

Innflutningur á kjöti dróst saman á síðasta ári, miðað við árið á undan. Vegna þess og aukinnar framleiðslu svínakjöts, nautgripakjöts og alifuglakjöts hér innanlands jókst markaðshlutdeild innlendra framleiðenda talsvert á milli ára.

Innflutningur á helstu kjöttegundum öðrum en kindakjöti hefur aukist á undanförnum árum. Á árinu 2017 varð sérstaklega mikil aukning og var hlutdeild innflutts kjöts um 20-30% á markaðnum hér fyrir svínakjöt, nautgripakjöt og alifuglakjöt. Gekk þetta að einhverju leyti til baka á síðasta ári. Var hlutfall innflutnings 16-22% eftir tegundum, eins og sjá má á meðfylgjandi grafi.

Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, tekur undir þau orð að þróunin á síðasta ári kunni að sýna styrkleika íslensku framleiðslunnar. Kjöt sem hér er framleitt haldi stöðu sinni þrátt fyrir aukinn þrýsting á innflutning og aukna tollkvóta. „Við vitum úr könnunum að menn hafa trú og traust á íslensku framleiðslunni. Við höfðum áhyggjur af mikilli aukningu innflutnings á árinu 2017 og ánægjulegt er að sjá að eitthvert lát er á því þetta árið,“ segir Erna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert