Safna undirskriftum vegna Elliðaárdals

Hollvinasamtök Elliðaárdals hafa frá stofnun árið 2012 barist fyrir afmörkun …
Hollvinasamtök Elliðaárdals hafa frá stofnun árið 2012 barist fyrir afmörkun dalsins. mbl.is/Styrmir Kári

Hollvinasamtök Elliðaárdalsins munu standa fyrir undirskriftasöfnun verði deiliskipulag við Stekkjabakka Þ73 samþykkt óbreytt og fara fram á íbúakosningu um deiliskipulagið.

Þetta tilkynna samtökin borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar með bréfi dagsettu í dag.

Hollvinasamtök Elliðaárdals hafa frá stofnun árið 2012 barist fyrir afmörkun dalsins í þeirri viðleitni að vernda útivistarsvæðið og í ályktun samtakanna frá maí 2018 er borgarstjórn hvött til þess að friðlýsa Elliðaárdalinn, en hann er hvorki friðaður samkvæmt deiliskipulagi né náttúruverndarlögum.

„Það er von stjórnar Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins að borgaryfirvöld sjái að sér og endurskoði deiliskipulag við Stekkjarbakka (Þ73) og mæti þannig margítrekaðri kröfu samtakanna um að ytri mörk dalsins verði dregin við Stekkjarbakka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert