Ákvörðun um veggjöld liggur ekki fyrir

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála, segir enga ákvörðun hafa verið …
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um veggjöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Samgönguráðherrann er ekki að berjast fyrir veggjöldum, hann er að berjast fyrir framkvæmdum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í viðtali í þættinum Sprengisandi fyrr í dag. Þar ræddi hann m.a. um samgönguáætlun og áætluð veggjöld sem mikið hafa verið í deiglunni upp á síðkastið. 

„Það [hefur] engin ákvörðun [verið tekin] um veggjöld,“ sagði Sigurður Ingi sem benti á að í samgönguáætlun væru breytingar er vörðuðu hugsanlega fjármögnun á framkvæmdum orðaðar á þá leið að framkvæmdavaldinu væri heimilt að vinna áfram að útfærslu.

Hugmynd að nota arðgreiðslur frá Landsvirkjun

Þá minntist hann á þá hugmynd að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í einhver ár til að byggja upp vegakerfið. „Við höfum verið að ræða að setja [arðgreiðslur frá Landsvirkjun] í þjóðarsjóð. Er kannski skynsamlegra að nota það í einhver ár við uppbyggingu vegakerfisins? Er meiri ávinningur fólginn í því, og gera svo eitthvað í þessari gjaldtöku eftir fjögur-fimm ár?“ sagði ráðherrann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert