Allur Laugavegur til skoðunar

Laugavegur. Unnið er að tillögu um opnun göngugötu til frambúðar.
Laugavegur. Unnið er að tillögu um opnun göngugötu til frambúðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flokkarnir sem skipa meiri hluta í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu það allir á stefnuskrá sinni fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að gera Laugaveg varanlega að göngugötu, að sögn Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, formanns skipulags- og samgönguráðs Reykjavíborgar.

„Þetta er það sem við vorum kosin til að gera og það væri skrítið ef við alfarið hættum við það,“ sagði Sigurborg. Hún var spurð um viðbrögð við opnu bréfi talsmanna fjölda fyrirtækja í miðborginni til borgarstjórnar þar sem þeir mótmæltu lokun verslunargatna.

„Við erum í vinnu við að rýna hvernig við gerum þetta. Um það snerist samráð nýverið í Ráðhúsinu,“ sagði Sigurborg. Íbúasamráðið um varanlegar göngugötur fór fram 28. janúar til 3. febrúar. Sérstakur fundur var haldinn m.a. með veitingafólki, verslunarrekendum, og þeim sem vinna við ferðaþjónustu og vöruflutninga. Sigurborg sagði að það hefðu komið fram skiptar skoðanir um málefnið. „Málið er í vinnslu og engin endanleg tillaga komin fram. Allar athugasemdir eru teknar inn í ferlið.“

Sigurborg sagði að allur Laugavegur væri til skoðunar varðandi gerð göngugötu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert