Hækkanir forstjóra „óþolandi“

Þolinmæði félagsmálaráðherra fer þverrandi.
Þolinmæði félagsmálaráðherra fer þverrandi. mbl.is/Sigurður Bogi

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir bankasýslu ríkisins og bankaráð Landsbankans verða að sýna það í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyrirtækjum í almannaeigu.

„Þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja eru óþolandi,“ skrifar hann í færslu á Facebook. „Ríkisbankinn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma og aðrir eru varaðir við vegna kjarasamninga.“

Skrifar Ásmundur Einar að sýni bankasýsla og bankaráð ekki að þeim sé treystandi verði stjórnvöld að grípa inn í með lagabreytingum. „Í hreinskilni sagt þá fer þolinmæði mín þverrandi gagnvart þessu rugli.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert