Slæmt skyggni þegar skil ganga yfir

Staðan á Hellisheiði klukkan 11:00.
Staðan á Hellisheiði klukkan 11:00. Skjáskot/Vegagerðin

Búast má við talsverðri snjókomu á Hellisheiði fram yfir hádegi með lélegu skyggni en skil ganga yfir landið. Veðurfræðingur segir skilin blása kalda loftinu í burtu.

Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skilin gangi hratt yfir og að snjókoman í höfuðborginni breytist í rigningu upp úr hádegi. Það lægi fljótlega og búast megi við frekar stilltu veðri í Reykjavík um miðjan daginn.

Spurð hvort vegir gætu orðið ófærir þegar skilin ganga yfir segir Helga það ekki útilokað. Fólk ætti að fylgjast vel með stöðunni og athuga færð á vegum hjá Vegagerðinni áður en það heldur af stað.

Helga segir að skilin blási köldu lofti burt af landinu en búast má við rauðum tölum um allt land á morgun. Útlit er fyrir talsverðan lægðagang næstu daga, hvasst og úrkomusamt með köflum.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert