Lætur af störfum eftir dóm í Færeyjum

Slagsmálin áttu sér stað í Þórshöfn.
Slagsmálin áttu sér stað í Þórshöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglumaður í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra hefur látið af störfum að eigin ósk í kjölfar þess að hann var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir slagsmál í Færeyjum á laugardagskvöld.

Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is, en DV greindi fyrst frá.

Lögreglumaðurinn var dæmdur í 50 daga skilorðsbundið fangelsi og þriggja ára ferðabann til Færeyja. Mun hann hafa ráðist á mann á laugardagskvöld í ferð til Færeyja á vegum lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert