Verður áskriftarverð 4.500 krónur?

Þeir allra bestu verða á skjánum hjá Símanum næsta vetur.
Þeir allra bestu verða á skjánum hjá Símanum næsta vetur. AFP

„Þetta er neytendarannsókn sem er hluti af því að undirbúa vöruna fyrir markað,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum í  Morgunblaðinu í dag.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tryggði Síminn sér sýningarrétt á enska boltanum frá og með næsta hausti. Nú er unnið að undirbúningi þeirra útsendinga og liður í því var spurningakönnun sem lögð var fyrir hjá Zenter markaðsrannsóknum.

Þar voru þátttakendur spurðir hversu líklegt væri að þeir myndu kaupa áskrift að enska boltanum ef ákveðið verð væri í boði: „Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú (eða einhver á heimilinu) myndir fá þér áskrift að enska boltanum (ensku úrvalsdeildina) hjá Símanum ef mánaðarverð væri 4.500 krónur á mánuði?“ var spurt. Auk þess var spurt hvort þátttakendur myndu kaupa sömu áskrift með Sjónvarpi Símans Premium inniföldu á 6.000 krónur á mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert