Endurskoða starfsleyfi ef dómur fellur

Bílaleigan Procar hefur beðist afsökunar á því sem gerðist.
Bílaleigan Procar hefur beðist afsökunar á því sem gerðist. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samgöngustofa hefur heimild til að endurskoða útgefin starfsleyfi bílaleiga ef grundvöll brestur. Til þess að fara í slíka endurskoðun þarf dómur að hafa verið felldur gagnvart viðkomandi fyrirtæki.

Þetta segir Þórhildur Elín Einarsdóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, í samtali við mbl.is.

Ýmis vottorð þurfa að vera fyrir hendi þegar ökutækjaleigu er veitt leyfi til starfa, meðal annars sakavottorð forsvarsmanns leigunnar.

Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.
Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.

Samgöngustofa hefur skoðað mál bílaleigunnar Procar, sem Kveikur fjallaði um í gærkvöldi, út frá reglum um starfsleyfi og lögum um ökutækjaleigur þar sem gert er ráð fyrir því að ákveðin gögn þurfi að vera fyrir hendi.

Íþyngjandi að láta skoða bíla örar

Í þættinum kom fram að tugþúsundir kílómetra hafi verið teknir af akstursmælum í tugum bíla. Háttalagið væri mögulegt þar sem ekki þurfi að skoða nýja bíla fyrstu fjögur árin sem þeir eru á götunni.

Þórhildur Elín segir tíðni skoðana á bílaleigubílum þá sömu og á hefðbundnum fólksbílum í eigu einstaklinga. Hún segir hagsmuni langstærsta hluta ökutækjaleiga vera að hafa bílana sína í lagi í þágu umferðaröryggis og einnig að hafa öll gögn í lagi en tekur fram að ef breyta skuli reglum varðandi tíðni skoðana þurfi að meta hvað út úr því eigi að koma.

Það myndi vera íþyngjandi fyrir þær bílaleigur sem hafi sín mál í lagi að láta skoða bílana sína örar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert