Fellir úr gildi ákvörðun vegna Arion

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Eggert

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu sem taldi að Arion banki hefði brotið gegn þágildandi lögum um neytendalán með því að byggja vaxtaendurskoðun neytendaláns á samningsskilmálum sem tilgreindu ekki við hvaða aðstæður vextir breytist.

Þetta kemur fram á vefsíðu Neytendastofu.

Áfrýjunarnefnd neytendamála taldi að um væri að ræða sérstaka lagaheimild til að breyta vöxtunum sem byggði á bráðabirgðaákvæði laga um vexti og verðtryggingu.

Það ákvæði mælti fyrir um hvernig framkvæma skyldi uppgjör vegna neytendalána vegna kaupa á húsnæði og fól í sér tengingu lánsfjárhæðar við gengi erlendra gjaldmiðla.

Þar sem kröfur sem gerðar eru til vaxtaendurskoðunar lánveitanda í lögum um neytendalán og laga um vexti og verðtryggingu stangast á taldi áfrýjunarnefndin að skýra ætti upplýsingaskyldu laga um neytendalán með hliðsjón af bráðabirgðaákvæði laga um vexti og verðtryggingu.

Þar af leiðandi felldi hún ákvörðun Neytendastofu úr gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert