Funda í dag vegna Procar

Bílar á ferðinni í Reykjavík.
Bílar á ferðinni í Reykjavík. mbl.is/Golli

Bílaleigunefnd Samtaka ferðaþjónustunnar mun funda í dag vegna umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um að bílaleigan Procar hafi átt við kílómetrastöðuna á bílum sínum áður en þeir voru leigðir út til ferðamanna og á endanum seldir.  

Procar er ein þeirra um það bil 30 bílaleiga sem eru hluti af Samtökum ferðaþjónustunnar.

Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, segir að þau harmi að þetta hafi gerst. Farið verði yfir þetta mál ásamt öðrum á fundinum í dag og að leitað verði leiða til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur.

Gunnar Valur Sveinsson.
Gunnar Valur Sveinsson.

Í yfirlýsingu frá Procar í gærkvöldi viðurkenndi bílaleigan að átt hafi verið við bílana og að starfsmaður hennar hafi gerst sekur um dómgreindar- og trúnaðarbrest er hann færði niður akstursmæla notaðra bíla sem bílaleigan seldi á árununm 2013 til 2015. Hann er hættur störfum á hjá Procar.

Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins, fordæmir einnig aðferðir bílaleigunnar. „Þetta er mjög alvarlegt mál og vont fyrir bílaleigugreinina. Það er klárlega verið að brjóta á rétti neytenda sem að sjálfsögðu eiga að leita réttar síns með málið,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert