Metumferð bíla í janúar

ULmferðin er mest á föstudögum.
ULmferðin er mest á föstudögum. mbl.is/​Hari

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,6% í nýliðnum janúarmánuði. Það er heldur minni aukning en að jafnaði í janúar, að sögn Vegagerðarinnar.

Þrátt fyrir það hafa aldrei fleiri ökutæki ekið um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu í janúar en nú.

Umferðin jókst mest yfir mælisnið á Vesturlandsvegi ofan Ártúnsbrekku eða um 3,5%. Um hin sniðin varð 0,7% aukning fyrir hvort snið um sig. Umferðin var mest á föstudögum og minnst á sunnudögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert