Óheimilt að gefa skýrslu í gegnum síma

Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands.
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Konu sem varð fyrir grófri líkamsárás í Vestmannaeyjum sumarið 2016 er ekki heimilt að veita skýrslu í gegnum síma við aðalmeðferð málsins. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis í gær. Aðalmeðferð málsins átti að hefjast í dag en hefur verið frestað til 13. mars.

25 ára gamall karlmaður er ákærður fyrir árásina og er hann sakaður um að hafa kýlt kon­una í and­litið við skemmti­staðinn Lund­ann í Vest­manna­eyj­um. Maðurinn játaði það við þingfestingu í september en neitar öðrum ákærulið þar sem segir að konan hafi fallið við höggið og maður­inn þá veist að henni með ít­rekuðum höggum og spörk­um í and­lit og búk. Þá hafi hann klætt hana úr öll­um föt­um og yf­ir­gefið hana nakta, mik­ið slasaða og bjarg­ar­lausa.

Kon­an er sögð í ákæru hafa hlotið áverka í and­liti og aft­an á hnakka og sár víðar á lík­am­an­um fyr­ir utan of­kæl­ingu. Maður­inn er ákærður fyr­ir lík­ams­árás en einnig fyr­ir blygðun­ar­sem­is­brot fyr­ir að hafa komið kon­unni í áður­nefnt ástand. Við fyrra brot­inu ligg­ur allt að sex­tán ára fang­elsi en því síðara allt að átta ára fang­elsi.

Maður­inn var upp­haf­lega grunaður um að hafa nauðgað kon­unni en hann er hins veg­ar ekki ákærður fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn henni.

Konan hefur verið búsett erlendis eftir að árásin átti sér stað og fór héraðssaksóknari fram á að konan fengi að gefa skýrslu í gegnum síma eða annað fjarskiptatæki. Í dómnum segir að úrslit málsins geti ráðist af framburði konunnar og telur dómurinn þar með ekki efni til að gera undantekningu á meginreglu um milliliðalausa sönnunarfærslu. Því sé konunni ekki heimilt að gefa skýrslu símleiðis.

Konan krefst átta milljóna í miska­bæt­ur auk vaxta vegna árásarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert