Fjölhæfir læknar sem leysa úr flestum vandamálum

Heilsugæsla miðbæjarsins við Vesturgötu.
Heilsugæsla miðbæjarsins við Vesturgötu. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag eru 49 læknar í sérnámi í heimilislækningum á Íslandi, 16 á landsbyggðinni og 33 á höfuðborgarsvæðinu og vonandi bera heilbrigðisstofnanir og stjórnvöld gæfu til að halda áfram að styðja og styrkja framhaldsnám í heimilislækningum og stuðla þannig að farsælli framtíð heilsugæslunnar.

Heilsugæslan á Íslandi er eitthvað sem við Íslendingar tökum sem sjálfsögðum hlut og það er kannski einmitt eins og það á að vera. Langflestir eru sammála um að réttur til heilsugæslu eigi að vera fyrir alla, alltaf og alls staðar og hún greidd úr sameiginlegum sjóðum.

Á síðustu áratugum höfum við byggt upp heilbrigðiskerfið hérlendis m.a. með uppbygging heilsugæslunnar sem hófst um og eftir 1970. Ungir og áhugasamir læknar fóru í sérnám til útlanda til að verða heimilislæknar og á landsbyggðinni voru byggðar heilsugæslustöðvar af myndarskap.

Uppbygging heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu var hægari og árum saman voru ekki til stöður á höfuðborgarsvæðinu fyrir heimilislækna sem voru að ljúka námi og vildu koma heim. Þannig var skortur á mannskap á tímabilum ekki endilega vegna þess að heimilislæknar voru ekki til heldur líka vegna þess að það voru ekki til stöður og tregða til að fjölga þeim enda kostar alltaf að bæta í heilbrigðisþjónustu.

Sjá umfjöllun um heilsugæsluna í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert