Metri skildi að flugvél og tæki

Cessna 525A.
Cessna 525A. ljósmynd/wikipedia cc commons

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks á Reykjavíkurflugvelli 11. janúar 2018.

Einkaþota af gerðinni Cessna 525A, með þremur um borð, tók á loft frá flugbraut 19 án heimildar frá flugturni. Þegar flugvélin hóf sig á loft rétt fyrir flugbrautarmót 19/13 fór hún yfir söndunarbíl sem var að sanda flugbraut 13 að beiðni flugturns.

Í skýrslunni er tekið fram að alvarleg árekstrarhætta hafi skapast við þetta. Eftir skoðun á atvikinu kom í ljós að fjarlægð milli flugvélarinnar og söndunarbílsins er talin hafa verið innan við einn metri, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert