Vefur um ferðalög og útivist á mbl.is

Ferðavefurinn mun fjalla um allt sem tengist útivist og ferðalögum …
Ferðavefurinn mun fjalla um allt sem tengist útivist og ferðalögum hérlendis og erlendis.

Nýr ferðavefur hefur verið opnaður á mbl.is og mun fjalla um allt sem tengist útivist og ferðalögum hérlendis og erlendis. Umsjónarmaður ferðavefjarins er Friðrika Hjördís Geirsdóttir en hún hefur verið viðriðin fjölmiðla undanfarinn áratug, bæði í sjónvarpi, á prenti sem og í vefmiðlum.

Friðrika segir að á vefnum muni birtast viðtöl, greinar, pistlar og hollráð sem tengjast útivist og ferðalögum. Einnig hefjist fljótlega átta þátta viðtalsröð sem nefnist Undarlegt ferðalag þar sem ferðalangar víða að segja frá ævintýrum sínum á óhefðbundna áfangastaði.

„Það mætti segja að það hefði orðið sprenging í áhuga Íslendinga á útivist og ferðalögum sem er mikið fagnaðarefni,“ segir Friðrika. „Ferðavefurinn er hugsaður fyrir alla þá sem hafa áhuga á þessum málefnum, eru að sækjast eftir upplýsingum og að sjálfsögðu innblæstri fyrir næstu skref.“

Sjálf hefur Friðrika, eða Rikka, mikla ástríðu fyrir efnistökunum og segir að vefurinn verði líflegur og víða komið við. „Ég hef verið svo heppin að hafa fengið tækifæri til að ferðast víða frá því ég var barn og eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að vera úti í náttúrunni með góðu fólki. Það er einhver kynngikraftur sem umlykur þetta tvennt og hef ég trú á því að það skili sér á þessum vef sem stígur sín fyrstu skref í dag.“

Ferðavefur mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert