Vinningshafinn kyssti miðann

Það var hress vinningshafi sem kom á skrifstofu Íslenskrar getspár í vikunni til að sækja rúmlega 41 milljónar króna vinninginn úr lottóútdrættinum síðasta laugardag.

Vinningshafinn spilar alltaf í Lottó og kaupir jafnan aukamiða ef potturinn er hár, að því er segir í fréttatilkynningu Íslenskrar getspár. Það gerði hann síðastliðinn laugardag og bað þá barnabarn sitt um að skreppa út að kaupa aukamiðann. Tók hann sérstaklega fram við barnabarnið að miðann mætti bara kaupa hjá N1 Veganesti, Hörgárbraut á Akureyri.

Eftir að hafa keypt miðann ákváðu barnabarnið og vinningshafinn svo að kyssa miðann með von um aukna heppni og virðist það hafa skilað tilætluðum árangri, en fyrsti vinningur það kvöldið var 41.340.690 kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert