Bátur á reki úti fyrir Austurlandi

Um klukkan eitt í dag var óskað eftir aðstoð björgunarskips á Austurlandi vegna báts sem var á reki níu sjómílum suður af Stokksnesi. Báturinn var við veiðar þegar hann misst samband við stýrið og rak því stjórnlaust frá landi.

Björgunarskipið Ingibjörg frá Höfn kom að honum um klukkan tvö þar sem hann var á reki í sæmilegum öldugangi.

Skipsverjum tókst að koma taug í vélarvana bátinn og er björgunarskipið nú á leið til Hafnar með hann í togi.

Frá aðgerðum fyrr í dag.
Frá aðgerðum fyrr í dag. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert