Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni

Fólkið hafði hreiðrað um sig við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli …
Fólkið hafði hreiðrað um sig við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli og komið sér upp „virki“ mbl.is/​Hari

Flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli óskuðu nýverið eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna flugfarþega sem höfðu hreiðrað um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í flugstöðinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að öryggisgæslan á flugvellinum hafi reynt að koma þeim á æskilegri stað, en þau brugðist illa við þeim umleitunum.

Lýsir lögreglan því svo að þegar hún hafi mætt á staðinn hafi fólkið verið búið að raða upp töskum, kerrum og hjólastólum „og búið þannig til eins konar virki um sig. Rúm hafði verið búið til úr tveimur ferðatöskum fyrir stúlkubarn sem svaf ofan á töskunum með sængina sína.“

Bað lögreglan fólkið um að taka saman föggur sínar og færa sig á bekki þar sem það hamlaði ekki umgengni. Fólkið „tók virkið niður“ og færði sig að lokum, en þó ekki fyrr en það hafði maldað hressilega í móinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert