Ávarpaði stóran útifund

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/​Hari

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, ávarpaði um 30.000 manns á útifundi Kúrda í Strassborg á laugardaginn.

Tilefni fundarins var mótmæli gegn einangrunarvist kúrdíska stjórnmálaleiðtogans Abdullah Öcalans á tyrknesku fangaeyjunni Imrali á Marmarahafi. Öcalan hefur verið í einangrunarfangelsi í tuttugu ár og fjöldi stuðningsmanna hans hefur nýverið gripið til sveltimótmæla til þess að fá hann lausan og knýja tyrknesk stjórnvöld til friðarviðræðna við Kúrda.

Ögmundur var nýkominn frá Sviss og þangað frá Tyrklandi, þar sem hann kveðst hafa talað máli Kúrda og mannréttinda almennt. Hann ávarpaði samkomuna ásamt breska verkalýðsleiðtoganum Manuel Cortes og greindi frá ferð sinni til Tyrklands. Hann heimsótti þar borgina Diyarbakir og hitti baráttukonuna Leylu Güven, sem var þá á 98. degi hungurverkfalls gegn einangrun Öcalans. „Dauði hennar er fyrirsjáanlegur,“ segir Ögmundur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert