Höfnin ekki dýpkuð í vikunni

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Til stendur að dýpka Landeyjahöfn um leið og tækifæri gefst. Spáin er óhagfelld næstu daga, þannig að lítið verður gert um sinn.

„Það þýðir ekkert að skoða þetta fyrr en næstu helgi alla vega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í Morgunblaðinu í dag. Fyrir helgi var tilkynnt að Björgun, félagið sem annast dýpkunina, verði komið með þar til gert skip á svæðið 23. eða 24. febrúar.

Til þess að Vegagerðin, sem sér um viðhald á Landeyjahöfn, geti ráðist í þessar aðgerðir þarf að viðra sæmilega um nokkurra daga skeið, að sögn Péturs. Vegagerðin fylgist að hans sögn náið með aðstæðum og að auki segir í tilkynningu að ef mat manna sé að helmingslíkur séu á að dýpkun takist, gangi þeir í verkið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert