Íslensku sauðfé fækkaði um 10% á tveimur árum

Sauðfé hefur fækkað.
Sauðfé hefur fækkað. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sauðfé á Íslandi fækkaði um 28 þúsund árið 2018 eða um rúm 6% samkvæmt bráðabirgðatölum búnaðarstofu Matvælastofnunar. Árið 2017 hafði sauðkindum fækkað um 18 þúsund og á þessum tveimur árum hefur kindum á landinu fækkað alls um tæp 10%.

Fækkun þessi er í samræmi við markmið búvörusamnings sauðfjárræktar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fækkun varð á þremur búfjártegundum árið 2018: á sauðfé, svínum og loðdýrum. Samdrátturinn er minni þar sem meira er stólað á sauðfjárbúskap en blandaðan búskap.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert