Lítil bjartsýni við loðnuleit og bræla tefur fyrir norðan

Loðnan lætur síður á sér kræla við sunnanvert landið en …
Loðnan lætur síður á sér kræla við sunnanvert landið en norðanvert. mbl.is/Golli

Enn stendur yfir umfangsmikil loðnuleit á Íslandsmiðum en bræla fyrir norðan er til trafala fyrir framkvæmdina. „Vísindalega lítur þetta ekki vel út,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs á Hafrannsóknastofnun, segir of snemmt að slá nokkru föstu en er ekki ýkja bjartsýnn á að dragi til tíðinda við leitina.

Fimm skip eru við loðnuleit við austan- og norðanvert Ísland, í von um að lágmarksmagn af loðnu mælist, til þess að gefa megi út upphafskvóta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert