Tvö snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg

Snjóflóð féll yfir Ólafsfjarðarveg skömmu eftir hádegi í dag. Veginum …
Snjóflóð féll yfir Ólafsfjarðarveg skömmu eftir hádegi í dag. Veginum var lokað í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Kort/Veðurstofan

Tvö snjóflóð féllu með stuttu millibili yfir þjóðveginn við Sauðanes milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar um hádegisbil.  

„Fyrra flóðið var býsna stórt, um tuttugu metra breitt yfir veginn og fjórir metrar að hæð,“ segir Páll Kristjánsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri, í samtali við mbl.is. Seinna flóðið féll sömuleiðis yfir veginn, talsvert norðar, og var mun minna.

Samkvæmt upplýsingum frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar var um þurrt flekahlaup að ræða og flokkast það sem 3 að stærð. 

Engan sakaði í flóðinu enda lýsti Vega­gerðin yfir hættu­stigi í Ólafs­fjarðar­múla klukk­an 22 í gær­kvöldi og er veg­ur­inn lokaður.

Mokstur á veginum er fyrirhugaður fljótlega og býst Páll við að vegurinn verði opnaður innan tveggja tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert